Kjarvalsstofa c/o Cité Internationale des Arts
18, rue de l'Hotel de Ville
París 75180 Cedex 04
France
Kjarvalsstofa í París er íbúð með aðgengi að vinnuaðstöðu, sem ætluð er til dvalar fyrir íslenska listamenn.
Stofan er í eigu Reykjavíkurborgar, Menntamálaráðuneytisins og Seðlabanka Íslands og er staðsett í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni.
Þeir, sem í stofunni dvelja, greiða dvalargjöld sem ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts er rekur stofuna, ásamt fleiri listamannaíbúðum og miðast við kostnað af rekstri hennar. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í París og á árinu 2003 verða þau 274 evrur á mánuði fyrir einstakling en 348,50 evrur á mánuði fyrir tvo.
Úthlutun er lágmark tveir mánuðir í senn skv. reglum Cité en vegna fjölda umsókna undanfarin ár hefur dvalartími að jafnaði verið 2 mánuðir.
Dvalargestir skuldbinda sig til að hlíta reglum Cité Internationale varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu, þ.á m. er ætlast til að þeir nýti stofuna allan úthlutunartíma sinn.
Í lok febrúar 2003 var auglýst eftir umsóknum fyrir tímabilið 1. ágúst 2003 til 31. júlí 2004
Umsóknir skyldu hafa borist í síðasta lagi 18. mars 2003
Umsóknir skulu stílaðar á stjórnarnefnd Kjarvalsstofu, Ráðhúsi Reykjavíkur, 101 Reykjavík.
Tekið er á móti umsóknum til stjórnarnefndarinnar í upplýsingaþjónustunni á 1. hæð í Ráðhúsi Reykjavíkur, en þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð og afrit af þeim reglum sem gilda um afnot af
Kjarvalsstofu. Einnig má nálgast umsóknareyðublöð á www.reykjavik.is
Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma til greina við þessa úthlutun..
Upplýsingar veitir:
Unnur Birgisdóttir
Skrifstofu menningarmálastjóra
Pósthússtræti 7
sími 563-6615
Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu:
Kristín Blöndal. Aðalmaður. Tilnefningaraðili: Borgarstjórinn í Reykjavík
Elín Pálmadóttir. Starfar sem: Aðalmaður . Tilnefningaraðili: Borgarstjórinn í Reykjavík
Árni Ibsen Þorgeirsson. Starfar sem: Aðalmaður. Tilnefningaraðili: Menntamálaráðuneytið
Dvalargestir geta fengið sýningaraðstöðu í sýningarsal sem tengist Kjarvalsstofu sjá þar
Myndlistarmenn geta einnig sótt um dvöl beint til Cité Internationale des Arts - sjá þar