Flensborgarskólinn í Hafnarfirđi Higher Secondary School

Iceland
Flensborgarskólinn er međ elstu starfandi skólum á Íslandi, en hefur tekiđ margvíslegum breytingum á langri ćvi. Hann var upphaflega stofnađur sem barnaskóli áriđ 1877, en var breytt í "alţýđu-og gagnfrćđaskóla" fimm árum síđar, ţ.e. áriđ 1882, og viđ ţađ ártal hafur aldur skólans oftast veriđ miđađur. Um 16 ára skeiđ, frá 1892 til 1908, var sérstök kennaradeild viđ skólann og var ţađ fyrsta skipulagđa námiđ fyrir kennara á Íslandi, en ţegar Kennaraskóli Íslands var stofnađur í Reykjavík var kennaradeildin í Flensborg lögđ niđur. Eftir ţađ starfađi skólinn eingöngu sem gagnfrćđaskóli, fyrst sem sjálfseignarstofnun, en 1930 tóku ríki og bćr í sameiningu viđ rekstri hans. Um 1970 tóku framhaldsdeildir til starfa viđ skólann, og 1975 var honum formlega breytt í fjölbrautaskóla međ sérstökum samningi milli menntamálaráđuneytisins og Hafnarfjarđarkaupstađar. Gagnfrćđapróf var síđast haldiđ viđ skólann 1977, en 9. bekkur grunnskóla var í skólanum áfram nokkur ár til viđbótar. Síđan 1981 hefur Flensborgarskólinn eingöngu veriđ framhaldsskóli.

Former students

SÍM | Hafnarstrćti 16, P.O. box 1115, IS-121 Reykjavik, Iceland  | Phone: 551 1346 - Fax: 562 6656 | E-mail: sim@sim.is.