Akureyri Art Museum
Kaupvangsstræti 12, Pósthólf 174
Akureyri - 600
Iceland
Listasafn Akureyrar var stofnað 29. ágúst 1993.
Listasafnið er til húsa í Listagilinu eða Grófargilinu í hjarta bæjarins. Áður var þar til húsa Mjólkursamlag KEA og var húsið byggt árið 1937. Arkitekt þess er Þórir Baldvinsson. Húseignin er um 1560 m2 að gólffleti en ennþá hefur Listasafnið aðeins um 350 m2 til umráða.
Markmið Listasafnsins á Akureyri er að efla myndlistarlíf á Akureyri, auka þekkingu og áhuga bæjarbúa á myndlist og stuðla að framgangi sjónlista og listmenntunar. Listasafnið á Akureyri leggur áherslu á fjölbreytt sýningarhald og eru gerðar strangar listrænar kröfur til þess sem sýnt er á vegum safnsins. Auk eldri myndlistar er einnig lögð áhersla á að kynna það besta og framsæknasta á innlendum jafnt sem erlendum sýningarvettvangi.
Starfsmenn: Hannes Sigurðsson forstöðumaður, Hrefna Harðardóttir safnfulltrúi og Lárus H. Hinriksson safnsmiður.
Listasafnið er opið alla virka daga nema mánudaga frá kl. 14. - 18.
Fulltrúar SÍM í safnráði: Margrét Jónsdóttir (aðalmaður), Aðalsteinn Svanur Sigfússon (varamaður)
Þrír sýningarsalir, þar af einn fyrir grófar sýningar
Listasafn
Artists displayed
Exhibitions
2017
2017
2015
2014
2014
2014
2014
2014
2012
2009
2009
2008
2008
2008
2005
2005
2004
2004
2003
2003
2002
2002
2002
2002
2002
2002
2002
2001
2001
2001
2001
2001
2000
2000
2000
2000
2000
2000
2000
2000
2000
2000