Kling & Bang gallerí

Laugavegi 23, 2. hæð
Reykjavík - 101
Iceland
Galleríið opnaði 16. maí 2003 með sýningu Barkar Jónssonar sem útskrifaðist með mastersgráðu í myndlist frá Listaakademíunni í Helsinki. Galleríið er opið miðvikudaga til sunnudaga frá kl. 14 til 18. Í fréttatilkynningu 14. maí segir: Að galleríinu standa tíu myndlistarmenn: Daníel Björnsson, Erling Þ.V.Klingenberg, Guðrún Benónýsdóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Kristinn Pálmason, Nína Magnúsdóttir, Sara Bjönsdóttir, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Snorri Ásmundsson, Úlfur Grönvold. Hópurinn á það sameiginlegt að vera virkir myndlistarmenn sem hafa menntast og /eða unnið bæði hérlendis og erlendis. Markmiðið er að skapa lifandi og leiftrandi vettvang fyrir framsækna íslenska myndlist. Samstarf við erlenda listamenn og gallerí er í burðarliðnum og er ætlunin er að vera stórtæk í því samstarfi. Við munum vera djörf í verkefnavali og með óvæntum nýjungum skapa spennu í lista- og menningarlífið og lýsa eins og kyndill í ljósaskiptunum.

Artists displayed

Exhibitions


2011
GARUR
Einkasýningar

2011
Heyr
Samsýningar

2006
Félagslega Málverkið
Einkasýningar

2006
Guðs útvalda þjóð/Gods chosen nation
Samsýningar

2006
Hellirinn bak við ennið / The cave behind the forehead.
Einkasýningar

2006
Hérna niðri / Down Here
Einkasýningar

2004
Lopameyja/Woollenmaiden
Einkasýningar

SÍM | Hafnarstræti 16, P.O. box 1115, IS-121 Reykjavik, Iceland  | Phone: 551 1346 - Fax: 562 6656 | E-mail: sim@sim.is.