Asgrimur Jonsson collection

Bergstaðastræti 74, PO.Box 668
Reykjavík - 101
Iceland
Safn Ásgríms Jónssonar listmálara (1876-1958) er gjöf listamannsins til íslensku þjóðarinnar og er það til sýnis í húsi listamannsins að Bergstaðastræti 74. Ásgrímur Jónsson (1876 - 1958) er einn brautryðjenda íslenskrar myndlistar og varð fyrstur íslenskra málara til að gera myndlistina að aðalstarfi. Safnið var opnað árið 1960 og árið 1988 þegar Listasafn Íslands flutti í eigið húsnæði var safn Ásgríms sameinað Listasafninu og er nú sérstök deild í Listasafni íslands. Safn Ásgríms Jónssonar hýsir vinnustofu listamannsins og heimili. Það hefur að geyma yfir 2000 stök verk, 150 teiknibækur og safn heimilda um líf listamannsins og starf auk innbús. Í safninu eru að jafnaði haldnar þrjár sýningar á ári þar sem verk listamannsins eru til sýnis. Þar er í boði safnkennsla fyrir skólanemendur og er hún í umsjá safnkennara Listasafns Íslands. Aðgangur ókeypis. Júní - ágúst: opið daglega kl. 13.30 - 16.00, lokað mánudaga. September - maí: eftir samkomulagi. Pantanir í síma 562 1000
Sjá Listasafn Íslands
Sýningar á teikningum, vatnslita- og olíumálverkum. Kyrralífs- og blómamyndir ásamt myndum úr Reykjavík og nágrenni.

Artists displayed

SÍM | Hafnarstræti 16, P.O. box 1115, IS-121 Reykjavik, Iceland  | Phone: 551 1346 - Fax: 562 6656 | E-mail: sim@sim.is.