Myndlistarfélagið

-
Iceland
Var stofnað í Tjarnarkaffi árið 1960 af listamönnum sem fannst að opinber listaforusta héldi þeim úti í kuldanum. Það var stafandi til ársins 1970. Um félagið má fræðast í bókinni: Íslenskir myndlistarmenn : stofnfélagar Myndlistarfélagsins sem tekin var saman af Gunnari Dal og Sigurði K. Árnasyni árið 1998. Meðal félaga voru Eggert Guðmundsson, Eyjólfur J.Eyfells, Finnur Jónsson, Freymóður Jóhannesson, Guðmundur Einarsson frá Miðdal, Gunnar Gunnarsson skáld, Höskuldur Björnsson o.fl.

Members

SÍM | Hafnarstræti 16, P.O. box 1115, IS-121 Reykjavik, Iceland  | Phone: 551 1346 - Fax: 562 6656 | E-mail: sim@sim.is.